29. janúar 1983 Gullströndin andar var heiti á listahátíð sem stóð frá 29. janúar til 12. febrúar. Aðalhúsakynni hátíðarinnar voru við hlið JL-Hússins við Hringbraut. Um 200 listamenn úr svo til öllum listgreinum komu að þessari hátíð á einn eða annan hátt. Þ.á m. Bubbi Morthens sem m.a. kom fram á Hringbraut 119 þann 4. febrúar og flutti blústónlist. Sama kvöld kom Mike Pollock fram og las ljóð.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.






6. janúar 1980 var efnt til fundar í Félagstofnun Stúdenta við Hringbraut um aðbúnað fiskverkafólks og farandvekamann í fiskiðnaði. Meðal ræðumanna var Tolli bróðir Bubba og þar söng Bubbi einnig nokkur lög. Meðal annara Stál og hníf. Silja Aðalsteinsdóttir kom að þessum fundi einnig m.a. aðstoðaði hún pólsk-enska farandverkakonu við framsögu á fundinum. En Silja var þá að fara að vinna efni í þátt er fjallaði um þetta málefni. (sjá 23. janúar) Á þessari mynd má sjá Silju Aðalsteinsdóttur á umræddum fundi ásamt erlendu farandverkakonunni sem minnst var á.