Þetta ár fer Bubbi að sinna tónlistinni frekar og kemur fram með Vísnavinum sem og á ýmsum pólitískum fundum, ýmist einn eða með fleirum. Bubbi, Tolli bróðir hans, Valdís Óskarsdóttir, Birgir Svan og Baldur Garðarsson komu oft fram saman á þessum fundum þar sem flutt voru ljóð, lesnar smásögur flutt tónlist. Þessi hópur kom fram á stöðum eins og Menntaskólanum að Laugarvatni, Kennaraskólanum og á þorrablóti á Flúðum. Myndin er frá einni slíkri samkomu um þetta leyti.