Árið 1974 Grunnurinn var lagður að ferlinum með því að spila og syngja hvar sem því var viðkomið. Þetta er árið sem Ísbjarnarblúsinn varð til og síðan hvert lagið og textinn á fætur öðru. Þetta er líka árið sem Bubbi kynntist Megasi. Hér er Bubbi á einhverri verbúðinni (líklega á Hornafirði) á landshornaflakki sínu sem farandverkamaður í maí 1974.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.






28.febrúar 2005 var Bubbi fyrstur íslenskra tónlistarmanna til að undirrita viðskiptasamnin er varðar STEFgreiðslur fyrir tónlist. Samningurinn sem Bubbi gerir við Sjóvá-Almennar fyrir milligöngu Íslandsbanka var til 10 ára og gengur í megindráttum út á að Bubbi fékk eingreiðslu við undirritun og í staðin fékk Sjóvá-Almennar Stef-greiðslur Bubba næstu tíu árin. Slíkir samningar höfðu verið velþekktir meðal stórra nafna erlendis en með þessum samningi var brotið blað hér á landi. Samningurinn rýrir á engan hátt höfundarétt Bubba, heldur er hér fyrst og fremst um framsal tekna að ræða sem þær mynda. Nokkurs misskylning gætti meðal almennings sem héldu að Bubbi hefi selt höfundarrétt sinn en svo var ekki.