Lag og texti: Bubbi Morthens
Trúirðu því ég vona þú komir aftur
að við tvö gætum orðið eitt.
Elskað með þér, deyja síðan sáttur
hverfa í algleymið, verða ekki neitt.
Sjá þig brosandi þekkja augun aftur
fara höndum um eirlitað hár.
Fá að hvísla nafn þitt aftur og aftur
vona að augnablikið verði sem þúsund ár.
En sandurinn í glasinu skeytir ekki um mig
flæðir upp í vit mín, drekkur minn þrótt.
já, komdu og taktu mig milli handa þinna
og breyttu deginum í nótt.
Ég vona að leið þín liggi til mín
ljósið í glugganum lifir í nótt.
Það mun lifa þar til ég sé til þín
þá fyrst mun ég sofa rótt.
Sjá þig brosandi þekkja augun aftur
fara höndum um eirlitað hár.
Fá að hvísla nafn þitt aftur og aftur
vona að augnablikið verði sem þúsund ár.
En sandurinn í glasinu....
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





