Lag og texti: Bubbi Morthens
Á þingi er hann sló sló
og þénar plentí skæs.
Á kvöldin étur ró, ró
af vellíðan hann blæs.
Hann þykir fríður maður
er kosinn út á það.
Enginn lýgur fallegri glaður
loforðin standa í stað.
Við lifum í landi þingmannanna
þar sem fátækt er ekki til.
Í skugga frá vængjum gammanna
þorum við að vera til.
Fjölmiðlar þeir virðast elsk‘ann
í sjónvarpi ber hann af.
Mæður okkar elsk'ann
hann hefur lært sitt fag.
Ekur um á töff bíl
fólkið fellir þann dóm
að hann hafi glæsilegri prófíl
en þeir fríðustu í Róm.
Orð hans hitta múginn
í laumi dáir forsetinn hann.
Þó alþýðan sé inn að beini rúin
er honum fyrirgefið, það er hann.
Líklega er honum sama þó þú sveltir
með skömmtunarseðilinn úti í búð.
Hendir í þig beini þegar þú geltir
þingmaðurinn býður upp á snúð.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum