 
Lag og texti: Bubbi Morthens
Á þingi er hann sló sló
og þénar plentí skæs.
Á kvöldin étur ró, ró
af vellíðan hann blæs.
Hann þykir fríður maður
er kosinn út á það.
Enginn lýgur fallegri glaður
loforðin standa í stað.
Við lifum í landi þingmannanna
þar sem fátækt er ekki til.
Í skugga frá vængjum gammanna
þorum við að vera til.
Fjölmiðlar þeir virðast elsk‘ann
í sjónvarpi ber hann af.
Mæður okkar elsk'ann
hann hefur lært sitt fag.
Ekur um á töff bíl
fólkið fellir þann dóm
að hann hafi glæsilegri prófíl
en þeir fríðustu í Róm.
Orð hans hitta múginn
í laumi dáir forsetinn hann.
Þó alþýðan sé inn að beini rúin
er honum fyrirgefið, það er hann.
Líklega er honum sama þó þú sveltir
með skömmtunarseðilinn úti í búð.
Hendir í þig beini þegar þú geltir
þingmaðurinn býður upp á snúð.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 	 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



