Lag og texti: Bubbi Morthens
Augun voru gljáandi
byssan vitnaði um trú
maðurinn í speglinum
gat alveg eins verið þú.
Það er til saga
sem lifir enn í dag
hann hefði aðeins átt eina plötu
og hefði aðeins kunnað eitt lag.
Við vorum börn sem lékum hermenn
fram á kvöld í ljúfum leik
hann var hetjan í okkar draumum
hetjan sem engan sveik.
Liggjandi á bakinu
úr loftinu drýpur blóð
fingurnir eins og rándýrsklær
í eyrunum undarleg hljóð.
Hann þekkir aðeins eina sögu
sem fjallar um byssur og stál
ef þú sæir í myrkrinu drauma hans
sæirðu vítisbál.
Hann opnaði rólegur gluggann
byrjaði á tölunni einn
þetta minnt‘ann á gamla daga
fyrir neðan slapp ekki neinn.
Augun voru gljáandi
byssan vitnaði um trú
maðurinn í speglinum
getur verið að hann sé þú?
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





