Lag og texti: Bubbi Morthens
Í skólanum var lítill hnokki
sem kennurum þótti sljór.
Hann læddist meðfram öllum veggjum
jafnvel veggurinn hæddi hann og hló.
Ef hann var kallaður upp að töflunni
til að sýna yfir hverju hann bjó
til að benda á borg, til að benda á kort
hvar Alexander á hnútinn hjó.
þá stamaði hann og roðnaði
horfði niður í gólf.
Þegar skólabjallan glumdi
þá fyrstur úr stofunni fór
í kapphlaup við eigin skugga
hann komst út á skólalóð.
þar snýtti hann sér og þurrkaði
burtu táraslóð.
Krepti sína smáu hnefa
heiminum hefndir sór.
En kom hann heim á kvöldin hljóður læddist inn
þögull settist við eldhúsborðið
og át þar matinn sinn
þegar littla systir útgfátin
opnaði munninn
þá öskraði mamma með hatur í augum
haltu kjafti viðbjóðurinn þinn.
Og árin liðu áfram
úr skólanum fór hann Þór
hann hafði þreknað og fríkkað
þótti orðinn stór.
Hann var þekktur meðal strákana
sem hið mesta hörkufól.
Sá sem þefaði mestann þynnir
og drakk sterkt alkóhól.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum