Lag Bergþór Morthens, Rúnar Erlingsson, texti: Bubbi Morthens
Ég sá hana á forsíðu á Vikunni.
Fegurð hennar bæði gladdi og skefldi mig.
Drottningin með tölvurnar kringum sig
skýjum ofar brosandi annast þig.
Þekki hana ekki
veit ekki hver hún er.
Ég þekki hana ekki
veit ekki hver hún er.
Hún virðist vera einlæg, virðist vera sönn.
Eins og egypsk drottning, tígurleg og grönn.
Sumir vilja festa hana á krossinn sinn.
Fegurðinni fylgir öfundin.
Úti hamast vindurinn, lemur kofann minn.
Hljóðið af götunni, er vinur minn.
Ég hugsa ætli hún sé drottningin
ég hugsa ætli hana dreymi, ástfangin.
Hún er það fallegasta sem ég hef séð.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





