Lag: Bergþór Morthens, Rúnar Erlingsson, texti: Bubbi Morthens
Taktu allt sem þarf að taka
haltu því fast.
Dyrnar þær standa opnar
þú færð ekki annað kast.
Teningarnir voru falskir
þó köstin væru góð.
Skildu eftir eina plötu
ég finn mér nýja slóð.
Ekki senda mér rósir
né skrifa mér bréf.
Tómið sem þú skyldir eftir
það nægir mér.
Öll hliðin sem voru opin
eru ryðguð föst.
Ekkert meira að tala um
en hvors annars löst.
Póstkassinn stendur tómur
rúmið bíður kalt.
Í röddinni er falskur hljómur
orð sem svíða sem salt.
Heimurinn fyrir utan heiminn
nær engum kontakt við mig.
Þó fætur mínir snerti jörðina
snertir jörðin ekki mig.
Þegar forsemdan er horfin
til að feisa bömmerinn
er tími til kominn að finna nýjan
sem vill feisa þig.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum