Lag og texti: Bubbi Morthens
Frjálsir við erum, fellum ekki dóma
flíkum aðeins því sem tíðast ber á góma.
Oftast við reynum rjómanum að fleyta.
Reyndin er sú að við erum sífellt að leita.
Náðu þér í eyðni, þú endar á mynd.
Enginn þarf að segja okkur það geti kallast synd.
Forsíðan í einn dag, framtíðin í tvo.
Síðan færðu okkar samvisku og hendur til að þvo.
Við nærum þig á hörmungum og hryllingi í dag.
Því heilbrigð frétt er lásí tónn og illa sungið lag.
Mannorð þitt er okkar matur, punktur, komma, strik.
Við myrðum þig og blásum burt, sem þú værir ryk.
Geiríkur ég heiti, heillin mín góða.
Hentu í mig lyginni, kallaðu mig sóða.
Með gáfunum ég punta mig, með penna vil ég stýra.
Með prúðmennsku enginn getur selt slúðrið dýra.
Við nærum þig á hörmungum og hryllingi í dag.
Því heilbrigð frétt er lásí tónn og illa sungið lag.
Krossfarar við erum í klóaki með frétt.
Við kennum ekki siðfræði, hvað sé rangt og rétt.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum