Lag og texti: Bubbi Morthens
Ef þú gætir skilið og skoðað það rétt
að skammta mönnum dauðann er honum létt.
Spúandi dreka í hlekkjum hefur
hatur og fávisku börnum gefur.
Do you believe in the United Nations
and freedom for sale?
Í lævísum tón talar við þá rauðu
tekur við skýrslum, telur þá dauðu.
Fagnandi býður þér brosandi að gefa
blóð þitt fánanum svo drekann megi sefa.
Í hatri gaddavírs grimmdin hefur riðið
gjöreytt öllu segir innrásarliðið.
Leiðin til himna er hans breiða gata
högglistarhermenn þjálfarar hata.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Athugasemd
Lagið er einnig til með sama heiti á ensku. Sú útgáfa kom fyrst út á Serbian Flower (1988) Þegar 56 platan var endurútgefin í viðhafnarútgáfu 2006 var meðal aukalaga demóupptaka lagsins og var þar notast við upprunalega lagaheitið, sem var ,,Top Gun".
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





