Main Header

PLÖTUR

polar bear flare Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta. 

LÖG OG TEXTAR

bubbi_og_megas Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba. Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.

SPJALLTORG

login-min Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu. Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.

TÍMALÍNA OG MOLAR

3-worlds Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba. Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
Bylgjan Image

Stál & Hnífur

á Bylgjunni kl. 20:00

öll mánudagskvöld

Pistlar Bubba Image

Sjá Pistla Bubba

HÉR

LAGALEIT

Plötur

Ballaðan um kósakkastelpuna

 

Bubbi - 56
56 - 1988

Lag og texti: Bubbi Morthens

Það er nóttinni líkt að leika sér
lævís í þögninni tefur.
Til mín englar villast og vilja kaupa af mér
vængina sem þú hefur.

Á kvöldin kemur ljósið, læðist til þín inn
leggur sig í rúmið þitt.
Það sefur vært og dreymir með daginn undir kinn
og dregur þig í myrkrið sitt.

Já þögnin sem þú alltaf hefur átt
sú sem aldrei sefur.
Hefur misst sína trú á mátt
takmark sitt aldrei gefur.

Gleðina finnurðu aldrei í óttanum hér
ellin hér flestu ræður.
Og hún tekur lítil börn og lífsþreytta að sér
lánar þeim nýjar mæður.

Með þitt fríða andlit engu þarft að kvíða
æskan er eilíft vor.
Ef þú vissir aðeins að allar stelpur bíða
vilja æstar fá að ganga í þín spor.

Beðið hefurðu bræðra þinna hér
sem bergmál og reynt að syngja.
Tónn þinn þótti fagur í fyrstu trúðu mér
en falskur þegar klukkurnar hringja.

Vindurinn í hár þitt leggur leyndarmál sín
sem lykt af salti og sól.
Kvöldið mun aðeins koma til þín
kyssa stúlkuna sem það ól.

Línan milli vara okkar orðin er svo þunn
eldtungur úr loftinu sig teygja.
Vonir okkar rætast aðeins munn við munn
minnstu þess að ástin kaus að deyja.

Inná hóteli við lágum ljúfan mín
létum í nóttina krans.
Við elskuðumst og drukkum dýrindis vín
daginn eftir fórst þú til Frans.

Ég ráfa hér um gangana með gömlu börnin þín
gamall með slitnar rætur.
Hér getur þú fundið fögru orðin mín
fótalaus um dimmar nætur.

Í turninum þar sem hjartað hefur brotinn væng
heyra menn grátur en þegja.
Hér eru þrjú hundruð rúm sem reyndar vantar sæng
og rós í vatni að deyja.

Þó klukkan gangi tíminn stendur í stað
steglir mig á vísinn.
Ég sem hafði á toppinn klifrað, kraup og bað
kyssti síðan ósigur minn.

Þú ert vel lesin og leyndarmál þitt
læturðu í hlekkjum lofa.
Fórnarlömbum hjartans sem höfðu á þig hitt
fá að horfa á þig sofa.

Faðir þinn fór austur, ástin hans var þar
endalokin hófust hér.
Þín móðir var í felum en fæstir vissu hvar
og enn færri vita hver hún er.

Kannski kemur lukkan aftur einhvern tímann hér
ævi sína enginn veit.
Og ég get ekki þurrkað þrána úr huga mér
þrátt fyrir öll mín heit.

Sársaukinn dregur fram sem í felum var.
Finnurðu hvernig blóðið sýður?
Ég var farinn elskan áður en ég fékk svar
enginn hryggbrotsins bíður.

Tíminn líður hægt svo hægt ljúfan mín
maður heyrir grasið gróa.
Af trjánum óhöppin tíni ég mín
meðan tækifærin burtu frá mér róa.

Fyrir utan þessa veggi er veröld þín
ég veit allt um það.
Fyrir innan þessa veggi er draumaveröld mín
og þú veist allt um það.

Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum

BMK er aðdáendaklúbbur Bubba Morthens.

Stofnaður 06.06.06
Hvernig gerast menn félagar í BMK? 

Please publish modules in offcanvas position.