Lag og texti: Bubbi Morthens
Þessi illi grunur sem grefur sig inn
svona grimmur að hjartans rótum.
Gerir menn varnarlausa vinur minn
hann virðist standa á traustum fótum.
Ég hefði legið þessar löngu nætur
lifað þær af eins og er.
og þú hamast sjálfsagt við að slíta upp rætur
en þú slítur ekki hjartað úr mér.
Ég þekki þessi augu
og þó aðallega brosið
sem er stirðnað og kalt
en segir þó allt.
það er fallegt svona frosið.
Viltu segja mér sögurnar ljúfan mín?
Sjáðu, augu mín eru blá.
Ævintýrin gleypi ég glaður
þvi góða þú veist ég hlusta á.
Ég þekki þessi augu
og þó aðallega brosið
sem er stirðnað og kalt
en segir þó allt.
það er fallegt svona frosið.
Þú kemur út úr nóttinni með náföla kinn
nervus, heim til að skipta um klæði.
Einhvern veginn ég finn
og fatta að hann er ekki minn.
Ég finn lykt af annars manns sæði.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





