Lag: Christian Falk, texti: Bubbi Morthens
Í sandinum hlaupa með sólbrennda fætur
syngja um landið sem þjóðin grætur
inn í tjöldin svo tínast
tímasprengjur sem við köllum börn.
Úr móðurkviði komu í nýtt myrkur
þeim er kennt að hatrið sé þeirra styrkur
að berjast fyrir blóð sitt
ef byssuna vantar þá kasta bara steini.
Gaddavírinn vökvað hafa blóði
varlega rætur síðan festa með lóði
engill dauðans er hirðirinn
með unglingum skip sitt mannar.
Þau bera á sér pakka svo pínulítinn
planta honum bakvið sæti, brosmild og ýtin
öruggur þú étur
augnabliki síðar ertu dauður.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





