Lag og texti: Bubbi Morthens
Augu hennar hýsa fágæta fegurð
þó farinn sé roðinn og gráleit hennar kinn.
Fúnar eru hendurnar og holdlausir fingur.
Hingað stígur enginn framar fæti sínum inn.
Hjarta hennar geymir í gylltum ramma myndir
um götótt minnið flögra þær, staldra stundum við.
Dagar verða langir, líkt þeir voru í æsku
lífið aftur orðið er ein endalaus bið.
Flest við þráum
flest við þráum
að vera
að vera
að vera að eilífu ung.
Í móki hún svífur milli svefns og vöku
sýnir henni birtast sem í gegnum litað gler.
Á vegum úti raðir af gömlu, gráu fólki
gangandi með legsteina reyrða á öxlum sér.
Einn daginn svo við vöknum og vissuna við fáum:
Veröldin er fyrir þau sem ennþá eru ung.
Á herðar þínar verður legsteinninn lagður
þú leggur af stað í röðina, hve spor þín verða þung.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





