Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég þekki þá ekki sem eiga hér heima
þar sem ernir þöndum vængjum sveima.
Þar sem úlfgrátt hafið hreykir sér
þar sem hrikaleg fjöllin standa ber.
Hríslur ég fann sem festu hér rætur
við fossinn sem vakir upp dimmar nætur.
Á heiðinni uppblásnu auðn þú finnur
þar sem örlaganornin vef sinn spinnur.
Blóðbönd hvísla kvosin
blóðbönd hvísla mosinn
blóðbönd hvísla sauðir
blóðbönd hvísla dauðir
blóðbönd hvísla fjallið, vindurinn og hafið.
Ég þekki þá ekki sem sjóinn hér sækja
sumar sem vetur miðin sín rækja
En ég skil þá svo vel sem vilj ekki fara
hér vaka fjöllin blá
hér vakir lífsins þrá.
Hér lyktar sólskin af sjó og þara.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





