Sjá myndband við þetta lag á Tónlist.is HÉR
Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég sat í grýttri fjöru, í firði úti á landi
og fegurð hafsins hvíslaði: Rekkja mín er blá.
Ég sá kolluungann tukta sinn og tófuspor í sandi
og ég talaði við múkkana sem svifu þarna hjá.
Í fjöllum skuggar birtust og birtu tók að halla
bráðum kemur nóttin með sitt huldufólk og troll.
Í bergi fuglinn liggur, þar lætur súlan sig falla
á leifturhraða í hafsins djúp, frá svarthvítri höll.
Og þá heyrði ég hafið hvísla:
Ég er tárin, hin söltu tár úr augum mæðranna.
Úr augum dætra, úr augum sona ykkar.
Ég er tárin, hin söltu tár úr augum feðranna.
Úr augum himins þau falla er ég anda.
Ég er sorgin sem aldrei sefur og ég vaki við
og ég vaki við strendur allra landa.
Ég sat í grýttri fjöru, í firði úti á landi
og fegurð hafsins hvíslaði: Skipin sigla senn.
Og það sagði: Þeir sem elska mig orpnir verða að sandi.
Enginn getur tamið mig, hvorki vættir né menn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
-
Ýmsir - Bandalög 2. (1990)
Sögur af landi 1990 - Ýmsir - Myndbandalög (VHS, 1990)
- Bubbi - Sögur af landi (1990, aðeins á CD útgáfu)
- Bubbi - Sögur 1980-1990 (1999)
- Bubbi - Gleðileg jól (2005)*
- Bubbi Sögur af ást landi og þjóð 1980 - 2010 (2010, aðeins á DVD útgáfunni)
Athugasemd
Á myndbandalögum hafa orðið þau mistök að nefna lagið Þú sem aldrei sefur
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





