Lag og texti: Bubbi Morthens
Frystihúsin leggja upp laupa
lánin streyma að
bátar kroppa kvótann
og kasta á sama stað.
SÍS það bindur bændurna
sem borga skuldirnar
það er dýrlegt að drottna
og dæma af þeim jarðirnar.
Fólkið inni á fjörðum þrjóskast
fjöllin sín elskar það
bændur berjast áfram
bjóða kreppunni heim í hlað
menn þræla fyrir lúsarlaun
langan vinnudag.
Handa þessu fólki flyt ég
og fjörðunum þetta lag.
Það er gott að búa í gullborg
en gleymum samt ekki því
að þorpin byggðu brunninn þann
sem borgin sækir í.
Án bátanna væri baráttan
um brauðið löngu dauð.
Ef öngvir yrktu jörðina
yrðu heimilin snauð.
Vinsældalistar
#15. sæti DV - Vinsældalisti Íslands (22.1.1993) 1. vika á topp 20
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





