 
Lag og texti: Bubbi Morthens
Dunandi, brunandi brimaldan grá
berjandi, merjandi af hamslausri þrá
skolar hún skipi að landi.
Æsandi, hvæsandi hendir sér á
hlæjandi, æjandi veltur svo frá
skipi sem skelfur í sandi.
Hóflega, rólega hjalar við stein
blíðlega, þýðlega þekur hún bein
þarafaðmi köldum.
Kraumar, straumar kafinu í
brjótast, skjótast með skellum og gný
í algleymi lyfta öldum.
Þreifandi, hreyfandi svartur sjár
svæfandi, hræðandi hyggjuflár
enginn skap hans skilur.
Sefandi, gefandi, grimmur, hrár
seiðandi, veiðandi, fagurblár
eðli sitt öllum hylur.
Vinsældalistar
#4. sæti DV - Íslenski listinn (9.12.1993) 2. vikur á topp 10, 6. vikur á topp 30 
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Í flutningi annara á eftirtöldum útgáfum
- Papar - Leyndarmál frægðarinnar (2004)
 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



