Lag og texti: Bubbi Morthens
Sum börn eiga foreldra aðeins að nafninu til
Einhvers staðar í kerfinu segir maður Jú ég skil
Að ræna barni æskunni er aðeins fínna orð
Yfir það sem lögin túlka og skilgreina sem morð.
Ekki benda á mig segir samviskan
sæl og glöð í hvurjum manni sem frasan kann.
Ekki benda á mig segir kerfið hátt
Krakkar eiga oft erfitt og hafa alltaf átt.
Sum börn lifa á götunni og gatan elur þau
Gott er að eiga barnapíu sagði ráðherran og flaug
Til Útópíu að finna út í fögrum stórum sal
Hvort framtíðin sé bakhliðin á því sem koma skal.
Sjálfsmorð hjá unglingum á Íslandi er há
Annað sæti í heiminum er skjalfest á skrá
Útgjöld til menntamála eru grafir sem geyma orð
Grikkir móta sömu stefnu en nota önnur orð.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





