Lag: Utangarðsmenn, ljóð: Niles Collett Vogt, þýðin Magnús Ásgeirsson
Ég þjónaði honum ungur, en þroskmeiri ég skildi
að það var aðeins sundrung og bylting sem hann vildi
og ég sem virti lýðræði og lög, er voru í gildi
gegn landráðum snérist, af eðli og skyldu í senn.
Um svikráð fyrir mútur þó sögur af mér fara
- að silfrið færi í gólfið og laun mín yrðu snara.
Sá kristilegi rógburður krefst ei lengur svara:
Ég kastaði aldrei peningum frá mér, góðir menn.
Ég hlaut að launum glaðning frá valdstjórninni að vonum
ég vaxtaði hann með ráðdeild, og blessun fylgdi honum.
Ég dó í hárri elli frá auði, sæmd og sonum.
Mér sárnar mest, að þeir skuli trúa honum enn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





