Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég veit ekki hvað skeði, ég skil það varla sjálfur.
Skelfingin í augum þínum segir allt sem þarf.
Drakk ég kannski of mikið? Ég man ósköp lítið
myrkrið er í blóðinu ég fékk það víst í arf.
Aldrei aftur ég lofa því.
Loforð, loforð blaut og ný.
Aldrei aftur hlustaðu á
hamingjan er meira en gul græn og blá.
Börnin eru skuggar sem skilja ekki dýrið.
Skelfingin hún sefur aldrei, vakir brjóstum í
etur frá þeim svefninn, sýgur úr þeim þróttinn.
Sársaukinn er húsvörður sem tekur aldrei frí.
Hvernig má það vera ég standi í þeirri stöðu
ég stjórna engu sjálfur og veit ekki neitt.
Að kvöldi dags ég lofa að líf mitt skuli breytast
en loforð mín þau virðast ósköp litlu geta breytt.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





