Lag og texti: Bubbi Morthens
Víti er minn vegur heillin
veistu um litla lús?
Víti er minn vegur heillin
veistu um litla lús?
Lungun feiskin fúin
á filterlausum kamel blús.
Nautnin býr í nóttinni
nautnin er mitt hús.
Nautnin býr í nóttinni
nautnin er mitt hús.
Hjá þér finn ég friðinn
á filterlausum kamel blús.
Ég daðra við dauðann
ég drekk eitur úr krús.
Ég daðra við dauðann
ég drekk eitur úr krús.
Framtíðin er fortíð mín
í filterlausum kamel blús.
Dagurinn er við dyrnar
dimm ský bak við hús.
Dagurinn er við dyrnar
dimm ský bak við hús.
Nóttin flögrar frá mér
í filterlausum kamel blús.
Sjáðu er Esjan ekki dýrleg
yndisleg og fús.
Sjáðu er Esjan ekki dýrleg
yndisleg og fús.
Er hún kafar Faxaflóann
á filterlausum kamel blús.
Svefninn sækir á mig
þó sef ég ekki dúr.
Svefninn sækir á mig
þó sef ég ekki dúr.
Kamel blúsinn kalla
kýldur á mig tryggur og trúr.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





