Lag og texti: Bubbi Morthens
Þig vekur þorpsins vökuljóð
vinirnir horfnir frá þér.
Dagurinn vaknar í vindlings glóð
og vonin hún slokknar í þér.
Uppi í hlíðinni kofinn hýmir lágur
hokinn þú staulast á fætur.
Yfir kajann ríkur saltur sjár
og sest í hjartarætur.
Á bandið tonnin fjórtán fara
fimmtán ef þú telur með slý og þara.
Sömu tökin í tuttugu ár
tíminn læknar engin sár.
Með stirðan skrokkinn stendur þú
starir út um gluggann.
Sem gamall maður manstu nú
í myrkrinu feigðarskuggann.
Fyrir sunnan bíður þín pantað pláss
prísund fyrir gamalmenni.
Þér verður sent það stofustáss
sem þeir stimpla ekki sem brenni.
Einskis nýtur njóttu þess
sem nóttin vill þér færa.
Á Grund þú hlýtur heiðurssess
og handavinnu að læra.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





