Lag og texti: Bubbi Morthens
Eitt glas tvö glös þrjú glös búmm
góði finndu leiðina sjálfur upp í rúm
fjögur glös fimm glös sex glös súmm
finnur svimann koma kallinn dúm dúm dúm.
Þúsund litlar sleggjur slá, kljúfa þinn haus
leitaðu að flöskum tappinn er jú laus.
sjö glös átta glös
níu glös takk
gömlu traustu vinirnir eru skítapakk.
Þú ert snillingur í kjaftinum kannski er það list
kennir öllum öðrum um bömmerinn fyrst
tíu glös ellefu glös tólf glös mát
þú getur alltaf falið þig bak við blakkát.
Lærðu flöskurnar að fela af stöðum er jú nóg
þú finnur inni á klósetti langþráða ró
þrettán glös fjórtán glös fimmtán glös tár
með góðum vilja áttu eftir tvö til þrjú ár.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





