Lag og texti: Bubbi Morthens
Elskan það er ekkert meira að segja
enginn bað mig ljúga eða þegja
ég skuldaði þér skýringu og aðeins það
skella hurðum lagar ekkert eða hvað?
Hann er svo blár svo djúpur
heillandi blár svo gljúpur
svo blár þessi blús.
Það flýr enginn konugrátinn glaður
sína galla fegrar enginn maður
en þú finnur ekki slíkan mann í mér
ég er myrkfælinn engin hetja lýg að þér.
Hann er svo blár svo djúpur
heillandi blár svo gljúpur
svo blár þessi blús.
Ég elska daður en dansa ekki
ég dregst að konum sem ég ekki þekki
ég vil það ekki en særi samt
af sársauka hef ég fengið minn skammt.
Hann er svo blár svo djúpur
heillandi blár svo gljúpur
svo blár þessi blús.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





