Lag: Ingi T. Lárusson, ljóð: Jónas Hallgrímsson
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó heilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði
kyssið þið bárur bát á fiskimiði
blásið þið vindar hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi fuglinn trúr sem fer
með fjaðrablik og háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin sín.
Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf í peysu
þröstur minn góður það er stúlkan mín.
Lágið má finna á eftirtöldum útgáfum
- Bubbi og Megas - Bláir draumar (1988)
- Bubbi - Bláir (2006)*
- Bubbi - Sögur af ást landi og þjóð 1980 - 2010 (Aðeins á DVD útgáfunni, 2010)
Athugasemd
Í prufuupptökum 1988 gerði Bubbi nokkrar tilraunir með kassagítarútsetningar á þessu lagi og er eina þeirra að finna á plötunni Bláir (2006) ásamt þeirri hljóðritun sem þeir félagar Bubbi og Megas gerðu 1988.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





