Lag: Axel Einarsson, texti: Jóhann G. Jóhannsson
Gleymdu ekki þínum minnsta bróður
þó höf og álfur skilji að.
Kærleikurinn hinn mikli sjóður
í hjarta hverju á sér stað.
Í von og trú er fólgin styrkur
sem öllu myrkri getur eytt.
Í hverjum manni Jesú Kristur
er mannkyn getur leitt.
Á skjánum birtast myndir
við fáum af því fréttir að hungursneyð ógni heilli þjóð.
Menn, konur og börn bíði dauðans
án hjálpar eigi enga von.
Búum til betri heim
sameinumst hjálpum þeim
sem minna mega sín
þau eru systkin mín.
Vinnum að frið á jörð
lífsréttinn stöndum vörð
öll sem eitt.
Vinsældalisti
#1. sæti DV - Rás 2 (13.12.1985) 8 vikur á topp 10
#9. sæti Tónlist.is - Netlistinn (29. vika 2005) 2. vikur á topp 10*
* Hér er um nýja útgáfu lagsins að ræða sem DV stóð fyrir útgáfu á.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





