Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson
Getnaður plús metnaður
leiðir af sér Lególand
ljóshærða víkinga
og dömur með sippuband.
Rifrildi, nýjan bíl
kúltúr fágað framhjáhald.
Falleg börn sem gráta í stíl
undir hlýjum pilsfald.
Hamingjan er krítarkort
hamingjan er krítarkort
hamingjan er krítarkort.
Anda djúpt, vídeó
uppeldi í steríó.
Efasemdir vaða uppi
sendum þau í gáfnapróf.
Andrúmsloftið dauðhreinsað
matar hann í friði og ró.
Í hjartanu er beigurinn
sem í æsku inn sig gróf.
Tíminn flýgur, engu lýgur.
Líf þitt orðið er
látlaust stríð við hégómann
sem hefur sest að þér.
Þið þekkið ekki börnin.
Þín barátta var hörð
að brjótast upp á toppin
standa um völdin vörð.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





