Lag: B.Carroll / R. Moody, texti: Jón Sigurðsson
Lóa litla á brú, hún var laglegt fljóð
svo ung og glöð og æskurjóð.
Vildi fá sér vænan mann
og vera alltaf svo blíð og góð við hann.
Og eitt sumarkvöld ók þar sveinn í hlað
á litlum bíl og Lóu bað
aka með sér upp í sveit
þá varð hún feiminn, rjóð og undirleit.
Og síðan saga þeirra varð
sögum margra lík.
Þau áttu börn á buru og þau búa í Reykjavík.
Hann vinnur eins og hestur
og hún hefur sjaldan frí
því Lóa þarf að fá sér fötin ný.
Lóa litla á brú, hún er lagleg enn
og hýr á brá og heillar menn.
Ergir oft sinn eiginmann
því hún er alltaf svo blíð við aðra en hann.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





