Lag: Óðinn Þórarinsson, texti: Loftur Guðmundsson
Þennan síðasta dans vil ég svífa með þér
eina svipstund við tónanna klið.
Gleyma brimróti´ og nótt
gleyma að bryggjuna við
liggur bátur sem stefnt skal á mið
Láta yl þinn og bros tendra í æðum mér glóð
til að orna við draumljúfri þrá.
Þegar stillt er á sæ, þegar stjarnanna skin
gulli stráir um byrðing og rá.
Og er síðasti tónn þessa seiðmjúka lags
hefur svifið frá titrandi streng.
Með hans bergmál að fylgd
og með bros þitt í sál
niður bryggjuna hljóður ég geng.
Marga svartnættis vakt þennan síðasta dans
mun ég svífa með þér yfir dröfn.
gegnum svarrandi brim, heyra seiðmjúkan tón
kalla sjómann í draumanna höfn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum