Lag: Árni Ísleifsson, texti: Aðalsteinn Aðalsteinsson
Ég er farmaður fæddur á landi
ekki forlögin hafa því breytt..
Þar sem brimaldan sogast að sandi
hef ég sælustu stundum eytt.
En nú á ég kærustu á Kúba
og kannski svo aðra í höfn.
En því meira sem ferðunum fjölgar
ég forðast að muna þau nöfn.
Því konan mín heima og krakkarnir átta
þau kunna að rífast og þrátta.
Því konan mín heima og krakkarnir átta
þau kunna að rífast og þrátta.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum