Lag og texti: Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Bergþór Morthens og Gunnlaugur Briem
Sjáðu þessi augu,
ísköldu augu,
þau hafa enga glóð.
Sjáðu þessar varir,
hrokafullu varir,
um þær rennur ekkert blóð.
Og ég stend í skugganum,
þar sem hún stóð.
Sumir fá allt sem þeir þrá.
Sumir heyra aldrei annað en já
og læra aldrei að þekkja hjartað sitt.
Sjáðu þessa fingur
vel snyrtu fingur
með sínar safírbláu kló.
Sjáðu þetta andlit
ósnerta andlit
með sína grafarköldu ró.
Og ég stend í skugganum
þar sem hún hló.
Sumir fá allt sem þeir þrá.
Sumir heyra aldrei annað en já
og læra aldrei að þekkja hjarta sitt.
Vinsældalistar
#20. sæti DV - Íslenski listinn (6.5.1993)
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





