Lag og texti: Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Bergþór Morthens og Gunnlaugur Briem
Ég kom niður hlíðina
týndur í straumi fjöldans.
Niðri í dalnum sá ég ljósin
og ég sá fólkið dansa.
Ég veit ekki hvar ég er.
Fólkið er að hlæja.
Ég heyri grátinn gegnum kliðinn.
Fólkið er að hlæja.
Máninn er í vatninu,
ég verð að finna vað.
Í myrkrinu bíða mín
þeir sem völdu vitlaust vað.
Og ég veit það er gott að hvílast
og ég veit það er gott að hvílast
bara ekki á þessum stað ...
Og ég veit það er gott að hvílast
og ég veit það er gott að hvílast
og ég veit það er gott að hvílast
en bara ekki á þessum stað ...
Fólkið í dalnum er að elta mig
Hvar á ég að beygja?
Ég heyri andardrátt sléttunnar
Mig langar ekki að deyja.
Máninn er í vatninu
ég verð að finna vað.
Í myrkrinu þeir bíða mín
þeir sem völdu vitlaust vað.
Og ég veit það er gott að hvílast
og ég veit það er gott að hvílast
en bara ekki á þessum stað ...
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





