Lag og texti: Bubbi Morthens, Rúnar Júlíusson, Bergþór Morthens og Gunnlaugur Briem
Í sálu minni er myrkur
stormur slydda og él.
Stúlkan mín er farin
á brott með Flugleiðavél.
Póstkassinn er tómur
rúmið orðið kalt
þegar hún borgar fyrir sig
þá er það þúsundfalt.
Hún fílar að vera í pilsi
og nakin undir því.
Ég sé hana í hverju horni
sama hvert ég mér sný.
Í sálu minni er myrkur
stormur slydda og él.
Stúlkan mín er farin
á brott með Flugleiðavél.
Nóttin er það versta
þurfa að líða þennan blús
Hann er kominn til að vera
hann á þetta hús.
Hún fílar að vera í pilsi
og nakin undir því.
Ég sé hana í hverju horni
sama hvert ég mér sný.
Í sálu minni er myrkur
stormur slydda og él.
Stúlkan mín er farin
á brott með Flugleiðavél.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum