Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson
Þar sem tjöldin eru
þangað ætla ég.
Fyrir löngu var mér sagt
þar myndi eitthvað ske.
Dyrnar eru opnar
gakktu með mér inn.
Dyrnar eru opnar
þú ert vinur minn.
Tíminn er liðinn
komdu með.
Ég lofaði aldrei neinu,
ég gaf ekkert í skyn.
Haustið kemur aftur
og hvíti friðurinn.
Komdu með, komdu með,
komdu með.
Þar sem nóttin vakir
þangað ætla ég.
Fyrir löngu var mér sagt
að eitthvað myndi ske.
Dyrnar eru opnar
kíktu með mér inn.
Dyrnar eru opnar
einnig himininn.
Tíminn er liðinn
komdu með.
Ég lofaði aldrei neinu
ég gaf ekkert í skyn.
Haustið kemur aftur
og hvíti friðurinn.
Komdu með, komdu með
komdu með.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





