Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson
Blá húsin, hvítir skuggar
hlaupandi naktir inni í mér.
gulir kjólar, rauðgult hörund
hlæjandi augu hvert sem ég fer.
Ilmandi hörund hvíslar: ég er.
Ilmandi hörund hvíslar: ég er.
Svart malbik, háir hælar,
hjalandi fingur gleyma sér
grár reykur, rauðar varir
lærðu leikinn sem leikinn er hér.
Ilmandi hörund hvíslar: ég er.
Ilmandi hörund hvíslar: ég er.
Blá húsin, hvítir skuggar
hlaupandi naktir inni í mér.
Glir kjólar, rauðgult hörund
hlæjandi augu hvert sem litið er.
Ilmandi hörund hvíslar: ég er.
lmandi hörund hvíslar: ég er.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





