Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson
Myndir á veggjum hanga
svarthvít stelpa og slanga
myndir af fólki í biðröð.
Ó þessi kvöð
að þurfa að látast einn dag enn
horfa á þessa menn
sem voka yfir þér
og augum renna inn.
Draumar í húsum sofa
fjöll sem engu lofa
stúlkur í biðröð sofa.
Ó þessi kvöð
Að þurfa að látast fyrir þér
akrílblátt augað sér
þá sem koma inn með glottið útá kinn.
Er þá engin frestur?
Bara þessi langa röð.
Ég stjórna engu lengur
aðeins þessi þrúgandi kvöð.
Myndir á veggjum hanga
svarthvít stelpa og slanga
myndir af fólki í biðröð.
Ó þessi kvöð
að þurfa að látast einn dag enn
horfa á þessa menn
sem voka yfir þér
og augum renna inn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



