Lag og texti: Bubbi Morthens og Rúnar Júlíusson
Myndir á veggjum hanga
svarthvít stelpa og slanga
myndir af fólki í biðröð.
Ó þessi kvöð
að þurfa að látast einn dag enn
horfa á þessa menn
sem voka yfir þér
og augum renna inn.
Draumar í húsum sofa
fjöll sem engu lofa
stúlkur í biðröð sofa.
Ó þessi kvöð
Að þurfa að látast fyrir þér
akrílblátt augað sér
þá sem koma inn með glottið útá kinn.
Er þá engin frestur?
Bara þessi langa röð.
Ég stjórna engu lengur
aðeins þessi þrúgandi kvöð.
Myndir á veggjum hanga
svarthvít stelpa og slanga
myndir af fólki í biðröð.
Ó þessi kvöð
að þurfa að látast einn dag enn
horfa á þessa menn
sem voka yfir þér
og augum renna inn.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum