Ljóð og lag: Bubbi Morthens
Fölgrænt ljós
maðurinn er vinsamlegur
en hann hefur aðeins fjóra fingur
á vinstri hendi
læknirinn gefur tíu milligrömm af dísu.
Hjá mér eru engar nætur
bara ljósir og dökkir dagar.
Hér eru engir rimlar
nema þeir sem þú komst með sjálfur
hér rennur ekkert blóð
reipin eru ekki mannheld
auk þess kitla þau hálsinn.
Það koma stundum fallnir englar
með kringlótt andlit
í skósíðum frökkum
og tala um himnaríki
við sitjum vængstýfð
og hlustum.
Víman liggur í djúpinu
bíður
eftir þessu sekúndubroti
sem nægir til að sprengja kjölinn
og senda okkur til baka.
Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





