Lag og ljóð: Bubbi Morthens
Við höfum yfirgefið
veröld ykkar
þar sem dagurinn var of bjartur
fullur af niðurlægjandi ósigrum.
Við sem tókum fíknina í arf
urðum að finna nýjan heim
nema ný lönd.
Þó myrkur virðist ríkja
hafa augu okkar vanist
svörtu ljósinu.
Hér vex malbikið villt
þrútið af hitanum
og spilltu blóði.
Við tínum tanngarða og sprautur
uppúr sorpinu
stígum dans með dópuðum ormum.
Einhverstaðar djúpt inní sálinni
í rökkurfylltu gljúfri
sefur vonin.
Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum