Lag og ljóð: Bubbi Morthens
Gul hvönnin hlustar
eftir andardrætti fjallsins
svartur fugl svífur
yfir tóftarbrotum
sest á staurinn mælir mig út.
Hér hefur grasið
aldrei séð malbik
aldrei fundið heita hjólbarða
gæla við hörund sitt.
Rykið frá veginum
ferðast með ljósinu
hvílir sig á grænum stilkum
ég renni upp buxnaklaufinni
og legg af stað.
Ljóðið á finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





