Lag og ljóð: Bubbi Morthens
Dauðir menn tala of mikið
Þessi sem tók of stóran
talar um bleikar rósir þær lykta betur
en þessar rauðu og gulu
glitrandi ljósið eins og regndropar
flæðir um andlit hans
Hefur þig aldrei langað að stíga yfir
og tína blóm
það er nóg af þeim hérna
Dauðir menn verða viðkunnanlegri
með aldrinum
þó sérstaklega ef þeir hafa farið ungir
Það er einhver rómantík
yfir holdleysinu
og stundvísi þeirra er aðdáunarverð
Dauðar stúlkur eru erfiðari
þær syngja
þýðir ekki að reka þær út
jafnvel þó þú hafir kaþólskan prest
þér til hjálpar
Til hvers að dvelja hjá ykkur
þegar landamærin eru opin
Nei það er best að spyrja einskis
Dauðir menn sofa ekki hjá
vilja frekar vera á gægjum.
Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





