Lag og ljóð: Bubbi Morthens
Úti á þessu stóra bláa undri
sigla draumar horfinna kynslóða
með tóma lífbáta í eftirdragi.
Stundum héldu menn land fyrir stafni
fundu gróðurilm í vindinum
en fætur þeirra snertu samt aldrei svörðinn.
Öldum saman hafa mennirnir sagt
víst er það til
þótt þeir hafi aðeins orð þeirra dauðu
fyrir því.
Þótt enginn lifandi maður
hafi séð það
sigla þeir samt af stað
út á þetta stóra bláa undur.
Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





