Lag og ljóð: Bubbi Morthens
Þegar sólin hvíslar
sofðu fjörður
og fjöllin standa á haus
smakka ég ilmandi orðin
og skila þeim á varir þínar.
Það er tíbrá fyrir augum þínum
þar fyrir innan sé ég eldana
fingur þínir leika jarðskjálfta
úr munni þínum lágværar þrumur
regnið streymir fram undan húð þinni.
Ég bíð eftir réttu augnabliki
og kasta mér inn í miðju fellibylsins.
Ljóðið má finna á eftirtöldum útgáfum