Lag og texti: Bubbi Morthens
Þrestirnir syngja , sól á himni hátt.
Á snúru hangir þvottur í mildri sunnanátt.
Glugginn er opinn , birkið bærist hljótt.
Á degi eins og þessum hugsar enginn maður ljótt.
Allt var í röð og reglu , hver hlutur á sínum stað.
Kaffibolli á borðinu , opið Morgunblað.
Dagar gerast stuttir , grasið bregður lit.
Gárar vindur polla með ömurlegum þyt.
Situr hann við gluggann , gáir löngum út.
Strýkur ljósan kollinn á pabba labba kút.
Allt var í röð og reglu , hver hlutur á sínum stað.
Samt það lá í loftinu , eitthvað væri að.
Allt var í röð og reglu , hver hlutur á sínum stað.
Skotpakki á borðinu , blóðugt Morgunnblað.
Allt var í röð og reglu , hver hlutur á sínum stað.
Skotpakki á borðinu , blóðugt Morgunnblað.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Athugasemd
Platan Mér líkar það, kom út í takmökruðu upplagið sem fylgiplata safnplötunnar Sögur 1980-1990 (1999) og er listuð innan hennar og því ekki sem sérstök útgáfa.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





