Lag og texti: Bubbi Morthens
Hláturinn heyrist ennþá
í húinu gráa rauða
vindbarða veggi regnið lemur
og í garðinum auða.
Húðlaus tré sköllótt skæld
skuggvana gefa ekkert skjól
undir stórri ösp er dæld
sem einhver lá í þegar hæst skein sól.
Nú er nýtt fólk sem húsið fæðir
og fyllir það langþráðum orðum
eftir áratuga einsemd græðir
sár þess og það gleðst líkt og forðum.
Í stofunni stúlkan sprautuna tekur
strákurinn í myrkri bíður.
Stjörf síðan nálina rekur
heimurinn allur um æðarnar líður.
Starir svo stóreygð á drenginn.
Hljóðlaust öskrið úr nálinni flæðir.
Hann hvíslar: Hér kemur enginn
um leið og myrkrið um æðarnar æðir.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Bubbi - Mér líkar það (EPCD, 1999)
Athugasemd
Platan Mér líkar það, kom út í takmökruðu upplagið sem fylgiplata safnplötunnar Sögur 1980-1990 (1999) og er listuð innan hennar og því ekki sem sérstök útgáfa.
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





