 
Lag og texti: Bubbi Morthens
Hingað bæði og þangað þó
þrálega höfum flakkað
og hjakkað.
Um öldurhús Íslands
ölvuð stigið dans.
Korríró og dillidó.
Aldrei drukkið nóg.
Hverjum er það að þakka
þú eignaðist aldrei krakka.
Ekki mér ekki honum.
Þú glataðir öllum ævinnar vonum.
Þú kynntist öðrum konum
með kuldablik í auga
og svarta svarta bauga.
Sofið hér sofið þar
sofið hjá flestum seinast hjá mér.
Sofið hjá öllum seinast hjá mér.
Er ég ekki fríður
fjandanum grimmari en blíður.
Það svíður.
Réttu mér glasið góða mín.
Greyið drekktu þitt brennivín.
Ólukkan er örlög þín.
Argara gargara hættu þessu væli.
Þetta er okkar bæli.
Þitt æskublik er löngu horfið.
Lífið og lygin hafa sorfið
hjarta þitt og hjarta mitt.
Óttinn elskar hreiðrið sitt.
Hingað bæði og þangað þó
þrálega höfum flakkað
og hjakkað.
Aldrei slokknar þessi logi
logaði jafnvel skærast inni á Vogi.
Ambara þambara þú ert ekki skýr
þvöglumælta kýr.
Það má vera að ég sé róni
ruglaður dóni
en systir hér sitjum við bæði
bundin þessu æði
sem leiddi okkur saman.
Einu sinni var það gaman.
Einu sinni þótti okkur gaman.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
 	 
                                         Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
                    
                        Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.  
                        
                    
                 Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
                    
                        Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
                         Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að. 
                     Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                            Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
                            Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
                        
                    
                 Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
                    Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
                    Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.
                
 
        



