Lag og texti: Bubbi Morthens
Augun loga – læstar dyr.
Leggstu hjá mér sem áður fyrr.
Síminn sefur, allt er hljótt
ég veit þetta verður þúsund kossa nótt.
Opinn gluggi, ágústkvöld
við þurfum engin gluggatjöld.
Blóð mitt streymir hægt og hljótt
ég veit þetta verður þúsund kossa nótt.
Þröstur á grein situr og syngur
sólina lofar meðan kötturinn slyngur
fikrar sig nær og nær .
Þá stund er lífið aðeins leikur.
Öfugt við fuglinn er ég ekkert smeykur
Ást mín til þín er hrein og tær.
Augun vaka – opnar dyr.
Aðeins lengur liggja kyrr.
Dögun birtist hægt og hljótt.
Ég er að vakna eftir þúsund kossa nótt.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





