Lag og texti: Bubbi Morthens
Ég trúi á lífið og leyfi mér
leika við börnin glaður.
Kona gömul brosir glöð
Góðan daginn ungi maður.
Lífið, lífið
Lífið er dásamlegt.
Ég trúi á jólin og jólasvein
og vin minn vorið ljúfa.
Sól og sumar taka burt
allt það ljóta allt það hrjúfa.
Hefur þú séð örn sem flýgur frjáls
svífandi vængjum þöndum
Hann bara er og nýtur þess
eins og börn sem standa á höndum.
Lífið, lífið
Lífið er dásamlegt.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





