Lag og texti: Bubbi Morthens
Eitt sinn var maður sem sótti sjóinn
sigldi til hafs hvern einasta dag
hann gerði út á línu og lét sér fátt um finnast
las sína náttúru og sönglaði lag
En tíminn hann kímdi og kvað upp í vindinn
karlinn minn veistu ekki hver þú ert
sá seinasti af mörgum sem miðin hér sóttu
einyrki hafsins, gömul frétt.
Og hafið og sólin glottandi sungu
í sunnanblænum eitt lítið stef
kvótinn er farinn kvótinn er farinn
kominn oní skúffu og ekkert ef.
Landsbyggðin ráðþrota rýnir í vandann
reynir að skilja fólskuna
brýnarinn gengur mállaus um salinn
of gamall til að læra pólskuna.
Já eitt sinn var fiskur bara fiskur í sjónum
og fólkið það veiddi og át sinn fisk
oft veiddist mikið og oft veiddist lítið
og allir vissu að sjómennskan var risk
Hafið og sólin glottandi sungu
í sunnanblænum eitt lítið stef
kvótinn er farinn kvótinn er farinn
kominn oní skúffu og ekkert ef.
Lagið má finna á eftirtöldum útgáfum
Undir valmyndinni Plötur finnur þú allar plötur Bubba frá upphafi ásamt myndum af plötalbúmum, lista yfir lög og texta.
Í gagnagrunninum okkar eru öll lög og textar Bubba.
Notaðu leitina til að finna það lag sem þú ert að leita að.
Taktu þátt í umræðunum á spjalltorginu.
Athugaðu að þú verður að vera innskráður til að hafa aðgang.
Undir valmyndinni tímalína er rakin saga Bubba.
Undir Molar eru margir skemmtilegir pistlar.





